• Sveitaferðin verður fimmtudaginn 19 maí og er farið fyrir og eftir hádegi. Nánari upplýsingar á deildum

 • Börnin á Kattholti eru á ferð og flugi þennan mánuð. Þessa viku hafa þau farið á Kjarvalstaði og fengið leiðsögn um safnið á verkum Kjarvals. 
  Elstu börnin voru í Skilaboðaskjóðu hitting í gær á Klambratúni og á föstudaginn "útskrifast" þau frá Kringlusafni en þau hafa farið reglulega þangað í vetur, setið í sögustund og fengið fræðslu um safnið.

  005

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  048

 • Hvalurinn sem var aleinn er leikrít sem börn fædd 2012 fóru á í Þjóðleikhúskjallaranum.  Við tókum strætó númer 11 niður að Hörpu og löbbuðum þaðan í leikhúsið.  Mikið fannst okkur þetta skemmtilegt leikrít sem fjallaði um hval sem synti aleinn um höfinn og söng.  Við tókum svo strætó frá Lækjartorgi númer 6 aftur til baka.

 • Miðvikudaginn 4 maí og föstudaginn 6 maí eru námskeiðs og skipulagsdagar í leikskóanum og er hann lokaður þessa daga. Hluti starfsfólks fer í námsferði til Brighton þessa daga og  fara á fimmtudeginum á námskeið um Numicon stærðfræðikubb og Story telling námskeið og á föstudeginum fara allir í útiskógarskóla og eyða deginum þar og læra ýmislegt varðandi útikennslu.

  Þeir starfsmenn sem fara ekki í ferðina fara í heimsókn í tvo leikskóla í Reykjavík, fara á námskeið sem haldið verður í skólanum og vinna ýmsa tilfallandi vinnu innandyra 

Skoða fréttasafn


Foreldravefur