• Fyrirhugaðri garðveislu er frestað fram í næstu viku vegna leiðinlegrar spár

   

   

   

   

   

 • Það er aldeilis búin að vera viðburðarík vika hjá okkur. Elstu börnin fóru á sinfóníutónleika í Hörpunni og hlustuðu á Ástarsögu úr fjöllunum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Slökkviliðið kom í sína árlegu heimsókn til elstu barnanna og fræddi þau um brunavarnir og margt fleira.Í lokin fengu þau að skoða slökkviliðsbílinn. 

  Í dag kom svo hann Bernd Ogrodnik og sýndi börnunum brúðuleikriti um Einar Áskell. Börnin skemmtu sér konunglega að fylgjast með Einari Áskeli og pabba hans enda sýningin frábær.

  DSCF8810 Small

 • Það er skipulagsdagur hjá okkur miðvikudaginn 1.október og er leikskólinn lokaður þann dag

 • Nú er okkar nýi og æðislegi garður alveg að verða tilbúinn.  Við eru mjög ánægð og glöð með þennan frábæra garð.  Aðlögun nýrra barna er að ljúka í bili á Sjónarhóli og á Undralandi.  Breytingarnar í húsunum ganga vel og eru börnin mjög ánægð og glöð.  Þar sem við höfum staðið í breytingum á deildunum, verið að færa börnin á milli er heimsíðan okkar ekki rétt uppfærð miða við breytingarnar.  Hún er líka í vinnslu eins og deildarnar.  Á miðvikudaginn komu harmonikkuleikara í heimsókn og var mikið stuð í salnum.  Dansinn er byrjaður og verður hann á þriðjudögum,  leikfimin út í íþróttahúsi er byrjuð verður hún á fimmtudögum og föstudögum.  Ferðir á bókasafnið byrja i næstu viku og verður þær á fimmtudögum.  Það er komið inn eitthvað af nýjum myndum.

Skoða fréttasafn


Foreldravefur