• Starfsfólk Stakkaborgar fer á námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur og er þetta hluti af samvinnu okkar við skólann. Námskeiðið stendur yfir allan dag og skólinn lokaður þennan dag. 

 • Góan að hefjast og konudagur sunnudaginn 21 febrúar. Í tilefni dagsins verður dömumorgunmatur  föstudaginn 19.febrúar n.k. . Börnin bjóða mömmum, ömmum, frænkum, systrum eða  vinkonum í morgunmat í leikskólann

 • Það er búið að vera mikið að gera þessa vikuna. Á bolludag komu læknanemar í heimsókn til eldri barnanna og af því tilefni var náttfatadagur í leikskólanum. Börnin komu líka með bangsa með sér sem læknarnir skoðuðu og  settu á plástra og / eða gips og gáfu góð ráð. Í hádeginu var að sjálfsögðu boðið upp á fiskibollur og vatnsdeigsbollur í síðdegishressingunni í tilefni dagsins.

  Á sprengidag var saltkjöt og baunir í hádeginu.

   

  Á öskudag var haldið ball í salnum fyrir tvo yngri árgangana og svo var annað ball eftir hádegi fyrir þau eldri. "Kötturinn " var sleginn úr tunnunni og allir dönsuðu af af gleði. Börnin voru í heimagerðum búningum og var gaman að sjá hvað þau voru ánægð með þá.Eva Jóna og Kasia í eldhúsinu buðu uppá pitsu í tilefni dagsins

   

  Fram að mánaðamótum verða hjá okkur tveir franskir nemar, þær Caroline og Camille. Þær eru á Undralandi fyrripart tímabilsins og á Kattholti þann seinni.

   

  Fullt af nýjum myndum í myndaalbúminu okkar

 • Mánudaginn 8 febrúar er bolludagur. Þennan dag verður náttfataball og mega börnin koma með bangsa í leikskólann

  bangsi

   

Skoða fréttasafn


Foreldravefur