• Mánudaginn 26. janúar er starfsdagur á leikskólanum. 
  Hann er því lokaður þennan dag

   

 • Svipmyndir úr valinu.

 • Á mánudaginn er alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim.  Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore "Teddy" Roosvelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, 27. október.

  Í tilefni dagsins  mega börnin koma með bangsa í leikskólann

   

   

 • Það er aldeilis búin að vera viðburðarík vika hjá okkur. Elstu börnin fóru á sinfóníutónleika í Hörpunni og hlustuðu á Ástarsögu úr fjöllunum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Slökkviliðið kom í sína árlegu heimsókn til elstu barnanna og fræddi þau um brunavarnir og margt fleira.Í lokin fengu þau að skoða slökkviliðsbílinn. 

  Í dag kom svo hann Bernd Ogrodnik og sýndi börnunum brúðuleikriti um Einar Áskell. Börnin skemmtu sér konunglega að fylgjast með Einari Áskeli og pabba hans enda sýningin frábær.

  DSCF8810 Small

Skoða fréttasafn


Foreldravefur