Aðlögun og afmæli/Undraland

Í dag hófu tveir ungir drengir aðlögun á Undralandi, þeir Jón Sölvi og Hörður Valur. Ari Páll kom einnig en hann var á sínum þriðja degi. Þessir ungu herramenn stóðu sig eins og hetjur. Við fórum út í morgun í úlpum, húfum og skóm og börnin skemmtu sér mjög vel.

Baldur Fannar og Sara Hjördís fóru í sína fyrstu "alvöru" heimsókn á Kattholt en þau verða komin yfir á Kattholt í byrjun næstu viku. Ágúst Carl og Gunnar Breki munu líka fara yfir á Kattholt þegar þeir koma aftur úr veikindafríi og fríi.

Núna er afmælisveisla í fullum gangi en hann Arnaldur okkar varð 2ja ára núna á laugardaginn. Hann bauð Hrafnkeli Daða, stóra bróður sem er á Kattholti, í afmælið sitt. Hann bauð krökkunum upp á ís og þau voru að syngja fyrir hann afmælissönginn.

Til hamingju með afmælið Arnaldur Logi


Foreldravefur