Aðlögun á Undralandi

Geir Hannes, Dóróthea Huld og Leo Haukur fóru yfir á Kattholt í morgun. Þetta var annar dagurinn í aðlöguninni þeirra og hann gekk ágætlega. Þau borðuðu hádegismat og fóru í hvíldina á Kattholti. Dóróthea var ekki mjög ánægð með það en Sigrún fór yfir og var með henni og þá gekk mun betur.

Natalía Marín og Jóel Kári komu í sína aðra heimsókn á Undraland og það gekk mjög vel. Sindri Már kom í sína fyrstu heimsókn sem gekk líka mjög vel. Ágúst Ingi og Ása Þóra eru ótrúlega dugleg þrátt fyrir ungan aldur og standa sig vel. Börnin sem voru hérna í vor, Jón Sölvi, Tómas, Thelma Huld, Arnaldur, Magnús og Ari Páll eru ótrúlega flott og taka nýju börnunum mjög vel.

Á mánudaginn fara Arnaldur Logi, Thelma Huld og Lilja Ósk yfir á Kattholt í aðlögun.

Starfið hjá okkur hefur gengið mjög vel og vð erum mjög spennt fyrir komandi vetri og hlökkum til að hitta þau börn sem eiga enn eftir að koma inn til okkar. Á mánudaginn koma tvö börn í aðlögun, þau Tinna Björk og Hilmar Már.

Í gær fengum við ný klósett inn til okkar því gömlu klósettin voru með sírennsli og það var ekki hægt að laga það. Það var ótrúlega mikið sport að pissa í nýja klósettið!

Núna eru öll börnin í hvíldinni og njóta þess að sofa. nýjar myndir - Undraland-Sept-3 sept.

Takk fyrir okkur,
Þóra Jenny, deildarstjóri


Foreldravefur