Árbæjarsafn, snertisýning

Elstu börnin á Sjónarhól fóru að skoða gömul leikföng á Árbæjarsafni í dag. Þarna sáu þau leikföng frá ýmsum tímum og fengu að leika sér með sum þeirra og klæða sig upp í föt sem tilheyrðu gömlum tímum. Þau léku frumsamið leikrit, léku með handbrúður, afgreiddu í búð með gamalli vikt og fleiri gersemum. Allir skemmtu sér konunglega.

 


Foreldravefur