• Hvalurinn sem var aleinn er leikrít sem börn fædd 2012 fóru á í Þjóðleikhúskjallaranum.  Við tókum strætó númer 11 niður að Hörpu og löbbuðum þaðan í leikhúsið.  Mikið fannst okkur þetta skemmtilegt leikrít sem fjallaði um hval sem synti aleinn um höfinn og söng.  Við tókum svo strætó frá Lækjartorgi númer 6 aftur til baka.

 • Miðvikudaginn 4 maí og föstudaginn 6 maí eru námskeiðs og skipulagsdagar í leikskóanum og er hann lokaður þessa daga. Hluti starfsfólks fer í námsferði til Brighton þessa daga og  fara á fimmtudeginum á námskeið um Numicon stærðfræðikubb og Story telling námskeið og á föstudeginum fara allir í útiskógarskóla og eyða deginum þar og læra ýmislegt varðandi útikennslu.

  Þeir starfsmenn sem fara ekki í ferðina fara í heimsókn í tvo leikskóla í Reykjavík, fara á námskeið sem haldið verður í skólanum og vinna ýmsa tilfallandi vinnu innandyra 

 • Þessa daganna erum við að skoða fuglanna í kringum okkur.  Hvaða fugla við sjáum?  Hvað fuglarnir borða?  Við tökum stundum með okkur fæði handa þeim og gefum, fleiri myndir inn á síðunni

 • Fimmtudaginn 25.febrúar kl 9:-15 verður haldinn endurmenntunardagur fyrir starfsfólk Stakkaborgar en leikskólinn hefur tekið þátt í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík í vetur. Umsjónarmenn endurmenntunardagsins eru þær Guðrún Vera Hjartadóttir og Guðný Rúnarsdóttir, myndlistamenn og kennarar við Myndlistaskólann, sem kennt hafa barnahópunum sem komið hafa frá leikskólunum í vetur. Á endurmenntunardeginum vinna þær verklegar æfingar með þátttakendunum sem allar tengjast vinnunni sem unnin hefur verið með börnunum í vetur. Þær kynna jafnframt áherslur í kennslu 3-5 ára barna í Myndlistaskólanum og hugmyndafræðina sem liggur þar að baki.

  Dagskrá endurmenntunardagsins er:

  09:00-09:30   Að fanga regnbogann

  09:30-09:45   Kaffihlé

  09:45-10:15   Skrúfað frá ímyndunaraflinu:Kynning á kennslu 3-5 ára barna í Myndlistaskólanum

  10:15-12:00   Þrívídd, þrykk og málun

  12:00-12:45   Hádegishlé

  12:45-14:30   Leikur, uppbygging og samvinna

  14:30-15:00   Samantekt og umræður 

   

  Við erum öll orðin mjög spennt og verður þetta námskeið góð innspýting inn í starfið hjá okkur

Skoða fréttasafn


Foreldravefur